Viltu verða kennari?

Gæði skólastarfs og menntun barna er undirstaða velferðar hverrar þjóðar og þar eru kennarar í lykilhlutverki. Það er hægt að velja margar leiðir til að verða kennari í leik-, grunn- eða framhaldsskóla. Kennaranemum gefst kostur á að sérhæfa sig í náminu sem stuðlar að aukinni fagmennsku og ánægju í starfi.

Kennarar gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki og því hefur kennaramenntun lengi verið eftirsótt. Langflestir þeirra sem ljúka kennaranámi starfa við kennslu en menntunin nýtist einnig vel á öðrum vettvangi, bæði innan menntakerfisins og á almennum vinnumarkaði. Kennaramenntun er alþjóðlega viðurkennt nám og eru atvinnumöguleikar að loknu námi miklir. Starfið veitir fólki tækifæri til að taka þátt í mótun og uppbyggingu samfélagsins til framtíðar.

Nánari upplýsingar um kennaranám og skipulag þess á vef Háskóla Íslands.

Umsóknarfrestur er til 5. júní.

 

Láttu vini þína vita!