Framúrskarandi kennarar heiðraðir!

Menntavísindasvið Háskóla Íslands kallaði eftir tilnefningum frá almenningi um framúrskarandi kennara. Tilgangurinn var að vekja athygli þjóðarinnar á kennarastarfinu; hversu áhugavert og skemmtilegt það er og hversu mikil áhrif kennarar hafs á einstaklinga og þar með samfélagið.

Árið 2018 hlutu eftirtaldir kennarar viðurkenningu:

• Gísli Hólmar Jóhannesson, Keili
• Sara Diljá Hjálmarsdóttir, Höfðaskóla
• Sigríður Ása Bjarnadóttir, Leikskólanum Teigaseli
• Valdimar Helgason, Réttarholtsskóla

Að auki hlaut Ingvi Hrannar Ómarsson hvatningaverðlaun fyrir framsækin störf í þágu menntamála sem hafa vakið athygli á alþjóðavettvangi.

Kennarar eru lykilfólk í íslensku menntakerfi og hreyfiafl framfara. Við sendum verðlaunahöfunum öllum innilegustu hamingjuóskir!

Sjá nánar HÉR.

©Kristinn Ingvarsson

 

 

.date { display: none; } .entry-categories { display: none; }