Um átakið

Árið 2014 fór af stað átakið „Hafðu áhrif“ á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Í átakinu gafst almenningi kostur á að senda inn tilnefningu um þann kennara sem mest áhrif hefur haft á hvern og einn. Átakið vakti mikla athygli en yfir tvö þúsund tilnefningar bárust og voru fimm kennarar verðlaunaðir fyrir störf sín að fengnu áliti valnefndar.

Nú ætlum við að endurtaka leikinn og er tilgangur átaksins sá sami, að vekja athygli þjóðarinnar á kennarastarfinu; hversu áhugavert og skemmtilegt það er og hversu mikil áhrif kennarar hafa á einstaklinga og samfélagið.

Íslenskt samfélag þarf góða, áhugasama og vel menntaða kennara til starfa í skólum landsins. Unga fólkið okkar er mikilvægasta auðlind landsins. Við verðum að hlúa að þessari auðlind og kennaramenntun er leiðin til að hafa áhrif til framtíðar.

Við hvetjum landsmenn til að taka þátt í þessu átaki með okkur, kalla fram eiginleika sem prýða góða kennara og heiðra þá sem hafa haft jákvæð áhrif á líf þeirra.

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Ingunn Eyþórsdóttir, ingunney@hi.is markaðs- og kynningarstjóri Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Verðlaunahafar árið 2014