Hafðu áhrif

Menntavísindasvið Háskóla Íslands veitti fimm kennurum viðurkenningar fyrir framúrskarandi störf við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands þann 1. júní 2016. Verðlaunin eru afrakstur kynningarátakisins „Hafðu áhrif“ sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands stóð fyrir á vormánuðum en þar gafst almenningi kostur á að tilnefna eftirminnilega kennara.

Viðtökurnar voru afar góðar en um 350 kennarar á öllum skólastigum voru tilnefndir af nærri 800 hundruð manns. Niðurstaðan var sú að veita fimm framúrskarandi kennurum á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi viðurkenningar fyrir framlag þeirra til kennslu.

Viðurkenningarnar hlutu árið 2016:

Ásthildur Kjartansdóttir Breiðagerðisskóla, Hildur Hauksdóttir Menntaskólanum á Akureyri, Nichole Leigh Mosty Leikskólanum Ösp, Þorgerður Ingólfsdóttir Menntaskólanum við Hamrahlíð og Örn Arnarson Heiðarskóla – Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

Viðurkenningarnar hlutu árið 2014:

Anna Steinunn Valdimarsdóttir Laugalækjarskóla. Björk Þorgeirsdóttir Kvennaskólanum, Guðmundur Stefán Gíslason Fjölbrautarskólanum Garðabæ, Hrafnhildur Jóhannesdóttir Keili og Hörður Ríkharðsson Blönduskóla.

 

hordur
« of 5 »