Benedikt Hermann Hermannsson – tónlistarmaður

 

Fimm kennarar hlutu viðurkenningu fyrir framúrskarandi störf

Menntavísindasvið Háskóla Íslands veitti fimm kennurum viðurkenningar fyrir framúrskarandi störf við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands þann 1. júní. Verðlaunin eru afrakstur kynningarátakisins „Hafðu áhrif“ sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands stóð fyrir á vormánuðum en þar gafst almenningi kostur á að tilnefna eftirminnilega kennara.

Viðtökurnar voru afar góðar en um 350 kennarar á öllum skólastigum voru tilnefndir af nærri 800 hundruð manns. Niðurstaðan var sú að veita fimm framúrskarandi kennurum á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi viðurkenningar fyrir framlag þeirra til kennslu.

Eftirfarandi kennarar hlutu viðurkenningu að þessu sinni: Ásthildur Kjartansdóttir Breiðagerðisskóla, Hildur Hauksdóttir Menntaskólanum á Akureyri, Nichole Leigh Mosty Leikskólanum Ösp, Þorgerður Ingólfsdóttir Menntaskólanum við Hamrahlíð og Örn Arnarson Heiðarskóla – Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

Hafðu_áhrif_verðlaunahafar.

Frá vinstri: Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands, Ásthildur Kjartansdóttir, Hildur Hauksdóttir, Fríða Bjarney Jónsdóttir sem tók við verðlaununum fyrir hönd Nichole Leigh Mosty, Þorgerður Ingólfsdóttir, Örn Arnarson og Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Auður Bjarnadóttir – jógakennari

Edda Hermannsdóttir – samskiptastjóri hjá Íslandsbanka

Hún hefur svo innilega gaman að því að kenna, að hún gerir kennsluna skemmtilega. Mig grunar líka sterklega að hún sé alvitur.

Bæring Jón B. Guðmundsson – kennaranemi

Þetta veganesti sem maður fékk út í lífið er einfaldlega ómetanlegt. Ég nýt góðs af því enn þann dag í dag. Takk grunnskólakennarar.

Ari Eldjárn – textahöfundur og uppistandari

Kristín Ingólfsdóttir – fyrrverandi háskólarektor

Páll Óskar Hjálmtýsson – söngvari

Load More